Vínkynningar & heimsóknir

Baunir & Ber er lítið fyrirtæki stofnað af tveimur vinum í endalusri leit að spennandi og framúrskarandi vínum. Við leggjum ríka áherslu á innflutning á einstökum og vandlega völdum gæðavínum frá litlum fjölskylduframleiðendum víðsvegar um Evrópu. Vínbændurnir okkar gera sín vín af fullkominni alúð og virðingu fyrir öllum þáttum víngerðar; frá moldinni alla leið í flöskuna með sjálfbæra og lífræna ræktun að leiðarljósi.

Baunir & Ber bjóða upp á afslappaðar vínkynningar þar sem áhersla er lögð á skemmtun í bland við fræðslu. Vínflaska er svo miklu meira en innihaldið og merkimiðinn. Gott vín er upplifun sem segir sögu um fólkið, landið, þrúguna, loftslagið og margt fleira. Við segjum þessar sögur í gegnum fimm vín frá fremstu vínræktarsvæðum Evrópu. Í lok kynningar ættu þátttakendur að þekkja einkenni hverrar þrúgu, mismunandi aðferðir víngerðar og helstu vínræktarhéruð Evrópu og geta notið vína af meiri innlifun.