Mozzafiato Fast R
Mozzafiato Fast R
Gat ekki hlaðið upplýsingum um framboð
Rocket Mozzafiato R Fast; næsta kynslóð Mozzafiato R.
Hin öfluga Mozzafiato R espresso-kaffivél hefur fengið uppfærslu. Útlit vélarinnar er fágaðra og nútímalegra auk nýrra eiginleika sem enn og aftur setja ný viðmið í heimilis espresso-kaffivélum. Vélin er nú með hita- og þrýstingsstillingum (e. PID) sem hægt er að breyta eftir þörfum og tryggja þannig framúrskarandi kaffibolla eftir þínu höfði.
Mozzafiato R er með svokallaðri snúningsdælu (e. Rotary pump) sem er hlóðlátari og veitir jafnari þrýsting en almennar dælur. Snúningsdælan geir það jafnframt að verkum að hægt er að beintengja vélina í vatn. Fast stendur fyrir snöggan upphitunartíma en vélin hitnar á aðeins 10 mínútum eða fjórfalt hraðar en áður.
| Breidd | 314 mm |
| Dýpt | 457 mm |
| Hæð | 409 mm |
| Þyngd | 30 kg |
| Ketill | Hitaskiptir - Kopar/látún |
| Rúmmál ketils | 1,8 l |
| Greip | 58 mm |
| Vött | 1550 w |
| Grúppa | E61 |
| Vatnstankur | 1,8 l |
| Efni | Stál |
